Beint í efni
Að lifa breytingar - breytingastjórnun

Að lifa breytingar - breytingastjórnun

Helstu upplýsingar

Leiðtogafærni
Stjórnunarfærni
Sveigjanlegar dagsetningar
2 klst
37.000 kr.
Á eigin hraða

Stutt lýsing

Breytingar geta einungis orðið farsælar ef stjórnendur og starfsmenn vinna saman til þess að láta þessa flóknu vegferð skila árangri.

Um námskeiðið

Markmið námskeiðsins er að auka skilning þinn á eðli breytinga. Auka skilning þinn á því hvaða áhrif breytingar hafa á fólk og vinnustaði og hvaða ráða má grípa til, í því skyni að auka árangur breytinga. Og ekki síst, að gera breytingar að bærilegri lífsreynslu. 

Fyrir hverja er námskeiðið

Þetta námskeið er ætlað starfsmönnum og stjórnendum sem ganga í gegnum breytingar á sínum vinnustað. Alveg óháð því hvers konar breytingar, því það er alltaf ákveðinn grunnur sem við þurfum að hafa kláran.

Skipulagið

Námskeiðið er á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleift að fara yfir efnið á þeim tíma sem hentar þeim.
Efni námskeiðsins er aðgengilegt í gegnum kennslukerfi Opna háskólans.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Opni háskólinn hvetur þig til að kynna þér möguleikana.

Leiðbeinendur

Dr. Þóranna Jónsdóttir
Dr. Þóranna Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri og stjórnendaráðgjafi