Beint í efni

Námskeið á eigin hraða

Nám á eigin hraða er í boði fyrir einstaklinga og innan fyrirtækjaþjónustu Opna háskólans. Nemendur fá í hendur vandað, stafrænt kennsluefni sem er sniðið að hverju viðfangsefni fyrir sig og býðst einnig að fá vinnustofur á stafrænu formi. Námskeiðin eru fullbúin og tilbúin til notkunar en mögulegt að bæta við sértæku efni á ýmsu formi. Innan fyrirtækjaþjónustu býðst að þróa námskeið frá grunni eða stafrænan fræðsluvef með aðstoð sérfræðinga frá Opna háskólanum.

Nám á eigin hraða býður upp á sveigjanleg netnámskeið sem henta öllum þeim sem vilja læra á sínum eigin forsendum. Með aðgengi að efni hvenær sem er geta þátttakendur skipulagt námið þannig að það passi við þeirra tíma og þarfir. Námskeiðin er hönnuð til þess að auka hæfni nemenda með gagnvirkri miðlun og hnitmiðaðri nálgun að kjarnaatriðum sem flestir kannast við í nútíma starfsumhverfi. Öll veita þau góða almenna undirstöðu en sum námskeiðanna fara á dýptina til auka sérþekkingu.

Fagleg nálgun

Námskeiðin eru tekin upp í upptökuveri HR og eru námskeiðin sniðin að hverju viðfangsefni. Þannig er krafist virkar þátttöku nemenda í mörgum námskeiðum og nemendur beðnir um að svara spurningum eða leysa verkefni. Markmiðið er alltaf að þátttakendur fái tækifæri að auka þekkingu sína og færni með aðstoð sérfræðinga - sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu á viðfangsefninu.

Sveigjanleiki eftir þörfum fyrirtækja

Þótt námskeiðin séu fullbúin og tilbúin til notkunar er mögulegt að bæta við sértæku efni. Þetta er gert með því að bæta við myndböndum, verkefnum eða æfingum sem eru sérstaklega ætluð mannauði ákveðins fyrirtækis eða starfsemi. Fyriræki hafa einnig kost á að vinna að námskeiðum frá grunni með aðstoð sérfræðinga frá Opna háskólanum. Fyrirtækjum gefst kostur á að hanna aðganga að stafrænu efni sem hentar þeirra starfsemi og kerfum.

Vinnustofur

Með öllum námskeiðum er hægt að fá vinnustofur sem byggja á stafrænu námskeiði. Þannig gefst þátttakendum kostur á að fara í gegnum ákveðið efni á sínum hraða á stafrænu formi og mæta svo á vinnustofur til að vinna frekar með efnið. Þannig nýtist tíminn á vinnustofunni betur.

Viltu vita meira um sérsniðnar lausnir og fyrirtækjaþjónustu?

Vinsamlega hafið samband við Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen, forstöðukonu Opna háskólans í HR eða Kristinn Hjálmarsson, þróunarstjóra Opna háskólans í HR fyrir frekari upplýsingar um sérsniðna fræðslu.