Beint í efni

Um okkur

Opni háskólinn - Fjölbreytni og gæði í símenntun

Opni háskólinn í HR býður upp á fjölbreytt úrval námsleiða sem hjálpa þér að þróa nýja færni, styrkja stöðu þína á vinnumarkaði og ná persónulegum og faglegum markmiðum. Námsframboðið nær yfir lengri námslínur, styttri námskeið, sérsniðnar fræðslulausnir fyrir fyrirtæki og námskeið á eigin hraða, sniðið að þörfum samtímans.

Í samstarfi við akademískar deildir Háskólans í Reykjavík og sérfræðinga úr atvinnulífinu höfum við þróað nám sem er bæði hagnýtt og byggt á traustum fræðilegum grunni. Leiðbeinendur okkar eru sérfræðingar á sínu sviði – úr röðum kennara HR, fulltrúar atvinnulífsins og erlendir gestafyrirlesarar.

Til að tryggja gæði og faglega þróun námsins starfar sérstakt gæðaráð, skipað sviðsforsetum HR og stjórnendum Opna háskólans, sem hefur það hlutverk að tryggja að allt nám sé í takt við þarfir atvinnulífsins og uppfylli ströngustu gæðakröfur.

Við leggjum áherslu á að skapa hvetjandi námsumhverfi þar sem þátttakendur geta aukið þekkingu sína, styrkt tengslanet sitt og eflt hæfni sína. Með því að velja Opna háskólann í HR tekur þú markviss skref í átt að persónulegum og faglegum vexti. Hjá Opna háskólanum nærðu markmiðum þínum – hvort sem þú ert að hefja nýjan kafla á starfsferlinum, eflast í núverandi starfi eða leita nýrra tækifæra.

Sniðið að þínum markmiðum

Við Opna háskólann í HR snýst námið um að styrkja stöðu þína, auka færni og tengja þig við helstu sérfræðinga og nýjustu strauma í atvinnulífinu. Námsleiðirnar eru sniðnar að ólíkum markmiðum og þörfum þátttakenda:

Stjórnendur fá tækifæri til að þróa leiðtogahæfileika sína, efla stefnumótunarfærni og öðlast hagnýta þekkingu sem nýtist við að takast á við áskoranir samtímans. Sérfræðingar geta aukið sérhæfingu sína, brúað bilið milli fræðilegrar þekkingar og hagnýtrar færni og eflt möguleika sína á framgangi í starfi.

Frumkvöðlar öðlast verkfæri og innsýn sem hjálpa þeim að byggja upp sitt eigið fyrirtæki, þróa nýjar lausnir og nýta tengslanet skólans til að ná árangri. Fyrir þá sem vilja læra á eigin hraða, bjóða sjálfsnámssleiðir upp á sveigjanleika sem gerir þátttakendum kleift að þróa nýja hæfni þegar þeim hentar, án þess að fórna vinnu eða fjölskyldulífi.

Hjá Opna háskólanum færðu þekkingu sem skilar árangri – sérsniðið að þínum markmiðum og þörfum, hvort sem þú ert að hefja nýjan kafla á ferlinum, eflast í starfi eða leita nýrra tækifæra.

Skráðu þig á póstlistann okkar og þú færð sértilboð og afsláttarkóða beint í pósthólfið þitt!

Skrá mig á póstlista

Gæðaráð

Gæðaráð Opna Háskólans í HR er stofnað til að tryggja stöðuga gæðastjórnun og faglega þróun námsleiða. Í ráðinu sitja sviðsforsetar tæknisviðs og samfélagssviðs , framkvæmdastjóri rekstrar, forstöðumaður Opna háskólans og viðskipta- og þróunarstjóri Opna háskólans. 

Hlutverk ráðsins er að samþykkja og meta nýjar námsleiðir sem borið er undir það og tryggja að námsefnið sé í samræmi við kröfur markaðarins og viðurkenndar gæðakröfur. Ráðið kemur saman reglulega og er vettvangur þar sem opin umræða um faglega nálgun fer fram, og metin eru þau faglegu og rekstrarlegu sjónarmið sem byggja þarf á til að viðhalda og bæta gæði námsins. 

Gæðaráðið gegnir því lykilhlutverki í styðja við mótun stefnu og framtíðarsýn Opna háskólans, með því að hafa yfirsýn yfir faglega þróun námsleiða og stuðla að stöðugum umbótum í gæðastarfi. 

Staðsetning

Opni háskólinn í HR hefur aðsetur á 2. hæð í Mars álmu Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1 (Nauthólsvík). Sjá staðsetningu á korti.

Afgreiðslutími

  • Skrifstofa Opna háskólans er opin kl. 8:30 -16:30 alla virka daga.
  • Símasvörun er alla virka daga frá kl. 8.30 – 16.30. Síminn er 599 6300
  • Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið opnihaskolinn@hr.is

Greiðsluskilmálar

Við skráningu á námskeið samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli aðila. Viðskiptavinir hafa 14 daga frá skráningu til að afskrá sig af námskeiði og eiga þá rétt á fullri endurgreiðslu. Ef viðskiptavinur afskráir sig eftir að námskeið er hafið getur Opni háskólinn í HR krafist þess að halda eftir hlutagreiðslu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. neytendalaga nr. 16/2016.

Allar afskráningar verða að berast skriflega til Opna háskólans í HR á netfangið opnihaskolinn@ru.is eða til verkefnastjóra námskeiða til þess að vera teknar gildar.

Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt áður en námskeið hefst. Greiðsluseðlar birtast í heimabanka viðkomandi. Hægt er jafnframt að greiða með greiðslukorti í gegnum vefverslun Opna háskólans í HR.

Opni háskólinn í HR áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.