Stuðningur fyrir nemendur Opna háskólans
Verkfærakistan er safn gagnlegs efnis sem styður við nemendur í námi, hvort sem verið er að hefja nám á ný eða dýpka þekkingu sína samhliða starfi. Verkfærakistan er fyrir þau sem vilja bæta skipulag, styrkja námstækni eða setja skýr markmið. Markmiðið er að styðja nemendur í námi og efla færni til að ná árangri. Hér finnur má finna fræðslumyndbönd, bæklinga og ráðleggingar frá nemendaráðgjöf Háskólans í Reykjavík.
Nemendaráðgjöf HR veitir ráðgjöf og fræðslu um námstækni, markmiðasetningu, skipulag og jafnvægi í lífi og námi. Þjónustan er gagnleg fyrir þá sem vilja efla sjálfstæða vinnubrögð og takast á við álagstímabil á jákvæðan hátt.
Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að hafa samband við okkur í Opna háskólanum eða hafa samband beint við nemendaráðgjöf.
Myndbönd um námstækni, skipulag og markmiðasetningu:
- Tímastjórnun og markmiðasetning
- Nýttu styrkleika þína í námi
- Hvernig landar þú draumastarfinu? - Ferilskrárgerð og kynningarbréf
- Láttu þér líða vel í námi
- Kvíði í námi
- Ekki keyra þig út - Ráð til að takast á við álag og streitu
- Hamingjusturta - Ertu í mínus en vilt komast í plús?
- Undir yfirborðinu – Leiðir til að eiga í farsælum samskiptum
Gagnlegir bæklingar um námsvenjur og líðan í námi: