Opni háskólinn og atvinnulífið
Sérhannaðar fræðslulausnir Opna háskólans (OH) í HR er þjónusta hönnuð til að mæta þörfum hvers og eins fyrirtækis eða stofnunar með áherslu á gæði, öryggi og skilvirkni. Við leggjum upp með faglega og persónulega þjónustu og vinnum náið með sérfræðingum bæði Háskólanum í Reykjavík og úr atvinnulífinu. Með þessu nána samstarfi getum við boðið upp á sérhannaðar fræðslulausnir byggðar á nýjustu þekkingunni og reynslu og lagt er kapp við að hafa námskeið og námsleiðir í takt við þarfir atvinnulífsins.
Opni háskólinn í HR er fyrir fyrirtæki og stofnanir
Við sjáum um allt – frá hugmyndavinnu og hönnun til framleiðslu, framkvæmdar og eftirfylgni. Þannig getur þú treyst því að fræðslan sé ekki aðeins fræðandi heldur einnig árangursdrifin.
Markmið þjálfunar, menntunar og kennslu á vinnustað getur verið mismunandi, allt eftir eðli starfseminnar og þörfum. Samstarf OH við stjórnendur fyrirtækja hefst með þarfagreiningu svo hægt sé að útbúa sérhannaða þjálfunar- og fræðsluáætlun til þess að þróa hæfni, möguleika og vöxt starfsfólks í samræmi við tilgang og markmið hvers vinnustaðar. Fræðslulausnir geta spannað allt frá einum deigi upp í nokkra mánuði, allt eftir þörfum hverju sinni.
Verkefnin hafa verið eins fjölbreytt og þau eru mörg því þarfirnar eru ólíkar. Sem dæmi höfum við sérsniðið námskeið fyrir fyrirtæki sem stóð frammi fyrir tæknibreytingum. Í slíku tilfelli leituðum við til kollega úr tölvunarfræðideild HR og í samvinnu var þróuð fræðslulausn sem svaraði kalli viðskiptavinarins. Í öðrum tilfellum finnum við rétta námskeiðið sem nú þegar er tilbúið hjá OH. Við höfum því ýmsar leiðir til þess að sækja sérþekkingu og stilla upp fræðsluáætlun eða stöku námskeiði fyrir viðskiptavini.
Hvað er í boði?:
Þarfagreining og markmiðasetning – við kortleggjum raunverulegar fræðsluþarfir og mótum námsleiðir sem styðja við stefnu fyrirtækisins.
Hannaðu þinn eigin skóla – byggðu upp innri fræðsluvettvang sem heldur utan um þjálfun starfsfólks, með okkar sérfræðingum sem baklandi.
Sérsniðnar námsleiðir – hvort sem um er að ræða vinnustofur, stafrænt nám á eigin hraða eða beinar útsendingar, við setjum saman lausnir sem henta ykkur best.
Pakkalausnir – við getum raðað saman námskeiðum og efnistökum í pakka sem endurspegla ykkar þarfir.
Efnisframleiðsla – við framleiðum fræðsluefni fyrir námskerfi fyrirtækja í fullkomnu studio HR
Áframhaldandi stuðningur – með áskriftarlausnum tryggjum við að fræðslan festist í sessi og viðhaldist til lengri tíma.
Skema – Forritun og tækni námskeið fyrir börn þíns starfsfólks
Þriðja æviskeiðið – Hvað tekur við þegar þriðja æfiskeiðið hefst, sésniðið fyrir þinn vinnustað og opin námskeið í Opna háskólanum (Magnavida)
Ráðstefnur/fræðsludagar – settu upp mini ráðstefnur fyrir þinn vinnustað
Opnum á samtalið, þetta hefst þar.
Umsagnir

„Eitt af helstu hlutverkum Sambands íslenskra sveitarfélaga er að vinna að almennri fræðslu og upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins. Með Sveitarfélagaskólanum, sem við unnum í samvinnu við Opna Háskólann, höfum við eflt þennan þátt í starfsemi okkar gífurlega og er mikil ánægja með efnið meðal kjörinna fulltrúa. Við vorum ekki bara að auka gæði efnisins heldur vorum við einnig að gera það aðgengilegra og stafrænt. Þannig að notandinn getur farið í gegnum námsefnið hvenær sem er.
Námsleiðirnar eru hannaðar til að efla þekkingu og hæfni kjörinna fulltrúa sveitarfélaga og vonumst við til að um leið séum við að aðstoða sveitarfélögin við að efla stjórnsýslu síns sveitarfélags enn frekar.
Við erum virkilega stolt af því að hafa tekið þetta skref og er Sveitarfélagaskólinn okkar framlag til að byggja upp sterkari, öflugri sveitarfélög.“
Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri þjónustusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

„Við hjá Verkís höfum góða reynslu af sérsniðnu fræðslulausnunum hjá Opna Háskólanum. Þjónustuviðmótið var faglegt og hlýlegt þar sem mikið er lagt upp úr nánu samstarfi. Þar má m.a. nefna aðstoð við námskeiðaval og áhersla á að sérsníða námsefnið að okkar starfsemi. Kennararnir voru einnig til fyrirmyndar og með mikla reynslu úr atvinnulífinu, sem gerði það að verkum að þátttakendur áttu auðvelt með að tengja námsefnið við dagleg störf.“
Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, Verkís
Viltu vita meira
Vinsamlega hafið samband við Ingunni S. Unnsteinsdóttir Kristensen, forstöðukonu Opna háskólans í HR eða Kristin Hjálmarsson, þróunarstjóra Opna háskólans í HR fyrir frekari upplýsingar um sérsniðna fræðslu.
Samstarfsaðilar
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
- FIE, Félag um innri endurskoðun
- FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu
- FLE, Félag löggiltra endurskoðenda
- Forsætisráðuneytið
- FSR, Félag skólastjórnenda
- FVB, Félag viðurkenndra bókara
- FVH, Félag viðskipta- og hagfræðinga
- IÐAN, fræðslusetur
- Innanríkisráðuneytið
- ÍMARK, Félag íslensks markaðsfólks
- Markþjálfunarfélag Íslands
- SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
- SA, Samtök atvinnulífsins
- SI, Samtök iðnaðarins
- VÍ, Viðskiptaráð Íslands
- VFÍ, Verkfræðingafélag Íslands
- TFÍ, Tæknifræðingafélag Íslands
- VSF, Verkefnastjórnunarfélag Íslands
- SAF, Samtök ferðaþjónustunnar
- SFF, Samtök fjármálafyrirtækja
- SÍA, Samtök íslenskra auglýsingastofa
- Stjórnvísi
- SVÞ, Samtök verslunar og þjónustu