
Andleg þrautseigja
Helstu upplýsingar
Um námskeiðið
Lífinu fylgja bæði minni- og meiriháttar erfiðleikar, það er hluti af því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa alls konar tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Við höfum ekki stjórn á þessu, en það sem við höfum stjórn á er það hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum og við getum byggt upp andlega þrautseigju okkar í að takast á við allt sem kemur upp í lífínu.
Markmiðið með námskeiðinu er að:
- Öðlast þekkingu á andlegri þrautseigju
- Læra um tilfinningakerfi heilans
- Tileinka sér núvitund og hagnýta í daglegu lífi
- Nota öndunartækni í streituvaldandi aðstæðum og skilja áhrif hennar á heilann
- Virkja jákvæðar tilfinningar eins og þakklæti og fá innsýn í áhrif þess á hjarta og heila
- Læra um merkingu og gildi, vita hvaða svið í lífinu eru merkingarbærust og setja markmið út frá gildum sínum
Fyrir hverja er námskeiðið
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja styrkja andlega þrautseigju sína og læra að takast á við áskoranir lífsins á uppbyggilegan hátt. Þú munt öðlast betri skilning á tilfinningakerfi heilans, nýta núvitund og öndunartækni, og virkja jákvæðar tilfinningar eins og þakklæti.
Skipulagið
Námskeið er stafrænt. Það er alltaf opið og hver þátttakandi vinnur á sínum tíma og hraða.
Hagnýtar upplýsingar
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.
Verkefnastjóri
Bryndís Hrönn Kristinsdóttir I bryndishk@ru.is
Leiðbeinendur
