Beint í efni
APME verkefnastjórnun

APME verkefnastjórnun

Helstu upplýsingar

Leiðtoga- og stjórnendalínur
Leiðtogafærni
Stjórnunarfærni
Dagsetningar og dagskrá
6. sept. 2025
Tvær annir
720.000 kr.
Blandað: Fjar- og staðnám

Um námskeiðið

Nám í APME verkefnastjórnun veitir alþjóðlega IPMA vottun samkvæmt stigi D sem er staðfesting á þekkingu á sviði aðferðafræði verkefnastjórnunar. Með náminu bæta nemendur skipulag og utanumhald verkefna, verða betur í stakk búnir til að taka erfiðar ákvarðanir, jafnvel undir álagi, og efla sig sem leiðtoga.  

Ávinningur af faglegri verkefnastjórnun er mikill en aðferðafræðin nýtur sífellt meiri vinsælda í atvinnulífinu og er nýtt jafnt í þróun vöru og þjónustu svo og breytingastjórnun. Námið hentar þeim sem vilja nota alþjóðlega viðurkennda aðferðarfæði verkefnastjórnar í störfum sínum. Kennarar koma úr verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eða eru sjálfstæðir ráðgjafar og sérfræðingar í stjórnun.

Við lok námsbrautar fá nemendur afhent prófskírteini og staðfestingu á námsárangri. Nemendur þurfa að hafa lokið öllum námskeiðum með lágmarkseinkunn.

Meðal þess sem kennt er:

  • Helstu aðferðir til að taka bestu mögulegu ákvörðun.
  • Þjónandi forysta og leiðtogafræði.
  • Markmiðasetning í verkefnum og eftirlitskerfi.
  • Uppbygging stefnumiðaðra gæðakerfa, aðfangastjórnun, birgðastýring og framleiðslubestun.
  • Gerð arðsemilíkana fyrir fjárfestingaverkefni og áætlanir um fjárstreymi.
  • Gerð verkáætlana og kostnaðarútreikninga.
  • Tölfræði, notkun og greining líkana.
  • Helstu tæki og tól eins og Excel, MS Project og MindManager      

 

Fyrir hverja er námskeiðið

Námið hentar þeim sem vilja nota alþjóðlega viðurkennda aðferðarfæði verkefnastjórnar í störfum sínum.

„Ég er nú þegar farin að nýta mér tímastjórnun, taka eftir fleiri eiginleikum leiðtoga sem mér þykja eftirsóknaverðir, nýta mér Excel á annan hátt og pæla í heildarmynd verkefna (í lífi og starfi) sem ég er að vinna í, bæði stórum og smáum. Ég get ekki annað en mælt með APME – verkefnastjórnun. Faglegir kennarar, gott utanumhald og hópavinnan dýrmæt."

Kristrún Ósk Karlsdóttir, skrifstofustjóri á Landspítala.

Skipulagið

APME verkefnastjórnun er fjarnám en staðarlotur eru haldnar í Reykjavík að jafnaði tvisvar sinnum fyrir hvert námskeið. Í staðarlotum er kennt kl. 9-15. Kennsla hefst í september og lýkur með alþjóðlegu vottunarprófi í maí. Fimm námskeið eru kennd í sex vikna lotum þar sem hverju námskeiði lýkur með prófi eða verkefni. Hljóðfyrirlestrar eru settir inn á sameiginlegt vefsvæði nemenda á þriðjudögum og fimmtudögum. 

Að baki hverju námskeiði liggja u.þ.b. 120-180 klukkustundir í vinnuframlagi. Við mat á vinnuframlagi er áætluð tímasókn í staðarlotum, undirbúningur fyrir heimavinnu, hlustun á hljóðglæru, sem settar eru inn á sameiginlegt vefsvæði, próftaka, prófundirbúningur og verkefnavinna.  

Vinsamlegast athugið að nemendur þurfa að koma með og nota PC tölvur í náminu.    

Hagnýtar upplýsingar

Innifalið í verði

  • Námskeiðsgögn frá leiðbeinendum, það er, hljóðglærur og annað efni.
  • Alþjóðlegt vottunarpróf á vegum IPMA (International Project Management Association).
  • Léttur hádegisverður í staðarlotum.

Bækur sem stuðst við í náminu eru ekki innifaldar í verði námsins.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. 
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið? 
Kannaðu málið.

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskardóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Leiðbeinendur

Rúna Guðrún Loftsdóttir
Rúna Guðrún Loftsdóttir
Forstöðumaður framlínuþjónustu OK
Páll Jensson
Páll Jensson
Prófessor í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík og sviðsstjóri á fjármála- og rekstrarverkfræðisviði.
Hlynur  Stefánsson
Hlynur Stefánsson
Lektor í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild
Sigurður Ragnarsson
Sigurður Ragnarsson
For­seti viðskipta­deild­ar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri