Beint í efni
OHR - Bókarar - Grunnur - Fjarnám með einni staðarlotu

OHR - Bókarar - Grunnur - Fjarnám með einni staðarlotu

Helstu upplýsingar

Fjármálafærni
Leiðtoga- og stjórnendalínur
OHR Bókarar
Sveigjanlegar dagsetningar
48 klst. - Fjarnám með einni staðarlotu
205.000 kr.
Blandað: Fjar- og staðnám

Um námskeiðið

Námskeiðið er kennt í fjarnámi, með einni staðarlotu, og eru fyrirlestrar aðgengilegir allt árið.

Námskeiðið skilar bókurum fjölbreyttri þekkingu á reikningshaldi, lögum um skattskil og tölvukerfum. Jafnframt er það góður undirbúningur fyrir frekara nám í faginu t.a.m. námslínununa OHR Bókarar - Viðurkenndir bókarar. 

Meðal þess sem kennt er:

  • Töflur og formúlur í Excel
  • Útgáfa reikninga
  • Virðisaukaskattur
  • Laun og tengd gjöld
  • Mat krafna, birgða og útreikningur lána
  • Ársreikningur
  • Skattskylda og undanþágur
  • Hlutverk bókara og bókhaldslögin
  • Tekjuskráning og staðgreiðsla

Fyrir hverja er námskeiðið

Farið er í grunninn í bókhald og því eru ekki neinar forkröfur í námið. Námskeiðið hentar einnig fyrir þá sem eru þegar með einhverja reynslu af bókhaldsstörfum eða þekkja grundvallaratriði í bókhaldi en vilja snerpa á þekkingu sinni. 

Skipulagið

Fyrirlestrar eru aðgengilegir allt árið - ein staðarlota innifalin

Námið er 48 klst. og er fjarnám. Þar af er staðarlotan 16 klst. og er skipulögð tvisvar yfir árið. Þær fara fram í kennslustofu í Opna háskólanum í HR.

Þátttakendur eru skráðir í þá staðarlotu sem er nær í tíma eftir því hvenær þeir skrá sig í námið og fá aðgang að efninu. 

Fyrirlestrarnir samanstanda af:

1. Reikningshald (fjarnám)

Sex fyrirlestrar sem bera þessa titla:

  • Bókhald
  • Bókun tekna og virðisaukaskattur
  • Bókun kostnaðar
  • Laun og tengd gjöld
  • Mat og færslur
  • Afstemmningar

2. Skattskil (fjarnám)

Tveir fyrirlestrar:

  • Skattskil hluti I
  • Skattskil hluti II

3. Staðarlota

Dagsetningar á næstu staðarlotum:

  • Laugardagur 4. október 2025 kl 9-17
  • Sunnudagur 5. október 2025 kl 9-17

OG

  • Laugardagur 7. mars 2026 kl 9-17
  • Sunnudagur 8. mars 2026 kl 9-17

Mælt er með því að vera búin/n að fara yfir námsefnið áður en mætt er í staðarlotuna.

Kennsla

Þrír reyndir kennarar sjá um kennslu; löggiltir endurskoðendur og héraðsdómslögmaður.

Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og ekki eru sett fyrir aukaverkefni.  Verkefni eru unnin um leið og hlustað/horft er á fyrirlestrana.

Vinsamlega athugið að dagsetningarnar á staðarlotunum eru birtar með fyrirvara um breytingar og að lágmarksþátttaka náist.

Hagnýtar upplýsingar

Að námi loknu

Nemendur fá staðfestingu á að hafa lokið námslínunni með upplýsingum um innihald námsins og hversu margar klukkustundir það tók. Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir námskeiðið OHR Bókarar - Viðurkenndir bókarar.

Hagnýtar upplýsingar

  • Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi með sér tölvu í staðarloturnar.
  • Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið

Verkefnastjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

E-mail: lindav@ru.is

Tel: 599 6341

Leiðbeinendur

Kristjana Pálsdóttir
Kristjana Pálsdóttir
Lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Deloitte Legal ehf.
Elías Þór  Sigfússon
Elías Þór Sigfússon
Löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte ehf.
Lúðvík Þráinsson
Lúðvík Þráinsson
Löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte ehf.
Páll Daði  Ásgeirsson
Páll Daði Ásgeirsson
Löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte ehf.