
OHR - Bókarar - Grunnur - Fjarnám með einni staðarlotu
Helstu upplýsingar
Um námskeiðið
Námskeiðið er kennt í fjarnámi, með einni staðarlotu, og eru fyrirlestrar aðgengilegir allt árið.
Námskeiðið skilar bókurum fjölbreyttri þekkingu á reikningshaldi, lögum um skattskil og tölvukerfum. Jafnframt er það góður undirbúningur fyrir frekara nám í faginu t.a.m. námslínununa OHR Bókarar - Viðurkenndir bókarar.
Meðal þess sem kennt er:
- Töflur og formúlur í Excel
- Útgáfa reikninga
- Virðisaukaskattur
- Laun og tengd gjöld
- Mat krafna, birgða og útreikningur lána
- Ársreikningur
- Skattskylda og undanþágur
- Hlutverk bókara og bókhaldslögin
- Tekjuskráning og staðgreiðsla
Fyrir hverja er námskeiðið
Farið er í grunninn í bókhald og því eru ekki neinar forkröfur í námið. Námskeiðið hentar einnig fyrir þá sem eru þegar með einhverja reynslu af bókhaldsstörfum eða þekkja grundvallaratriði í bókhaldi en vilja snerpa á þekkingu sinni.
Skipulagið
Fyrirlestrar eru aðgengilegir allt árið - ein staðarlota innifalin
Námið er 48 klst. og er fjarnám. Þar af er staðarlotan 16 klst. og er skipulögð tvisvar yfir árið. Þær fara fram í kennslustofu í Opna háskólanum í HR.
Þátttakendur eru skráðir í þá staðarlotu sem er nær í tíma eftir því hvenær þeir skrá sig í námið og fá aðgang að efninu.
Fyrirlestrarnir samanstanda af:
1. Reikningshald (fjarnám)
Sex fyrirlestrar sem bera þessa titla:
- Bókhald
- Bókun tekna og virðisaukaskattur
- Bókun kostnaðar
- Laun og tengd gjöld
- Mat og færslur
- Afstemmningar
2. Skattskil (fjarnám)
Tveir fyrirlestrar:
- Skattskil hluti I
- Skattskil hluti II
3. Staðarlota
Dagsetningar á næstu staðarlotum:
- Laugardagur 4. október 2025 kl 9-17
- Sunnudagur 5. október 2025 kl 9-17
OG
- Laugardagur 7. mars 2026 kl 9-17
- Sunnudagur 8. mars 2026 kl 9-17
Mælt er með því að vera búin/n að fara yfir námsefnið áður en mætt er í staðarlotuna.
Kennsla
Þrír reyndir kennarar sjá um kennslu; löggiltir endurskoðendur og héraðsdómslögmaður.
Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og ekki eru sett fyrir aukaverkefni. Verkefni eru unnin um leið og hlustað/horft er á fyrirlestrana.
Vinsamlega athugið að dagsetningarnar á staðarlotunum eru birtar með fyrirvara um breytingar og að lágmarksþátttaka náist.
Hagnýtar upplýsingar
Að námi loknu
Nemendur fá staðfestingu á að hafa lokið námslínunni með upplýsingum um innihald námsins og hversu margar klukkustundir það tók. Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir námskeiðið OHR Bókarar - Viðurkenndir bókarar.
Hagnýtar upplýsingar
- Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi með sér tölvu í staðarloturnar.
- Innifalið í verði eru öll námskeiðsgögn.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið
Verkefnastjóri
Leiðbeinendur



