
Ferla- og gæðastjórnun
Helstu upplýsingar
Um námskeiðið
Nám í ferla- og gæðastjórnun er sérstaklega þróað fyrir þá sérfræðinga og stjórnendur sem vilja bæta ferla og gæðastarf sem og efla umbótastarf innan fyrirtækja og stofnana
Með því að ljúka námslínunni hafa þátttakendur öðlast verðmæta sérfræðiþekkingu; þeir geta komið auga á tækifæri til umbóta, sýnt fram á hvernig er hægt að ná meiri hagkvæmni og betri árangri, eru með yfirsýn yfir helstu gæðastaðla, hafa þekkingu á ferlastjórnun og ferlagreiningum og eru færari í stjórnun verkefna.
Meðal þess sem kennt er:
- Aðferðir til að greina ferla og nýta mælingar og gögn.
- Helstu aðferðir, staðlar og líkön á sviði gæða- og verkefnastjórnunar.
- Val og innleiðing á stjórnunaraðferðum við hæfi.
- Val og innleiðing á stjórnunarstöðlum og hagnýt ráð við notkun á útbreiddum stöðlum.
- Umbótastarf: Helstu hugtök, uppbygging og mælingar. Fjallað er um PDCA og A3, Kaizen, Gemba, Fiskibein (Ishikawa), flæði, 5 kvarðar stöðugra umbóta, SCARFR, og fleira.
Um ferla- og gæðastjórnun
Öll starfsemi byggist á ákveðnum ferlum. Ferlastjórnun er aðferðafræði þar sem er sífellt verið að mæla þessa ferla og endurskoða svo að hægt sé að stýra þeim á sem bestan hátt. Í ferlastjórnun eru notuð ákveðin tæki og tól til að sjá hvar má bæta reksturinn - eitthvað sem er viðvarandi verkefni. Með virkri stýringu á ferlum verða allar breytingar í starfseminni og innleiðing á nýjungum mun auðveldari og ánægja starfsfólks og viðskiptavina meiri.
Kennsla
Þrír sérfræðingar í ferlastjórnun og gæðastjórnun kenna námslínuna. Þau búa yfir fjölbreyttri reynslu og starfa sem gæðastjóri, verkefnastjóri og verkefnastjóri stöðugra umbóta hjá framsæknum fyrirtækjum hér á landi.
Kennsluaðferðir
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og verkefnavinnu nemenda sem er unnin á staðnum.
Próf og heimavinna
Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna.
Fyrir hverja er námskeiðið
Námið hentar sérfræðingum og stjórnendum innan fyrirtækja á almennum vinnumarkaði og hjá stofnunum hins opinbera.
Skipulagið
Námslínan er alls 28 klukkustundir.
Kennt er í fjórum lotum, 7 klst hvor frá kl. 9 - 16.
Kennt verður eftirfarandi daga:
- Fimmtudaginn 6. nóv 09:00-16:00
- Fimmtudaginn 13. nóv 09:00-16:00
- Fimmtudaginn 20. nóv 09:00-16:00
- Fimmtudaginn 27. nóv 09:00-16:00
Hagnýtar upplýsingar
- Innifalið í verði námskeiðs er morgunkaffi og hádegismatur.
- Allt námsefni er innifalið og aðgengilegt nemendum á kennsluvef Opna Háskólans í Reykjavík.
- Nokkrum dögum fyrir námskeið fá þátttakendur sendan tölvupóst með helstu upplýsingum.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið
Verkefnastjóri
Íris Bjarnadóttir, verkefnastjóri
- irisbja@ru.is
Leiðbeinendur


