Beint í efni
Framúrskarandi verkefnastjóri

Framúrskarandi verkefnastjóri

Helstu upplýsingar

Endurnýjun réttinda
Staðnám
Stjórnunarfærni
Dagsetningar og dagskrá
23. sept. 2025
7 klst
82.000 kr.

Stutt lýsing

Endurmenntun verkefnastjóra

Um námskeiðið

Námsskeið í endurmenntun fyrir reynda verkefnastjóra. Endurmenntunin er byggð á alþjóðlegum hæfniviðmiðum í verkefnastjórnun.  

Hvað er kennt?

Þessi námsskeiðsdagur snertir á teymisvinnu, stefnu verkefna, kröfur og markmið, sjálfsrýni & sjálfsstjórn, samskiptum, forystu, persónuleg heilindi og áreiðanleiki, auk áhrifa og hagsmuna.

Helstu kennsluþættir

·       Áhersla á sameiginlegan tilgang verkefnisteyma til að auka hvatningu, samheldni og samvinnu.

·       Aukin áhersla á tilgang og hlutverk í stað flókinnar stefnu og markmiða.  

·       Notkun jóga til að iðka sjálfsrýni og bæta sjálfsstjórn.

·       Hagnýtar æfingar til að draga úr streitu og efla verkefnishópa.

·       Hlutverk verkefnastjórans til að tryggja góð samskipti og ánægða hagaaðila.  

Lærdómsviðmið

Í lok námsskeiðs eiga nemendur að:

·       Hafa bætt hæfni til að skilgreina tilgang einstaklinga og teyma með aðferðum Simon Sinek.

·       Hafa lært aðferðir úr jóga, m.a. iðkun yömur og niyömur til að efla sjálfsþekkingu og innri ró.

·       Hafa skýrari sýn á hlutverk verkefnastjóra sem leiðtoga með praktískum forsniðum fyrir ánægju hagaðila og skilvirk samskipti.

 

Fyrir hverja er námskeiðið

Námsskeiðið er hannað fyrir reynda verkefnastjóra sem vilja rifja upp hagnýtar aðferðir við stjórnun verkefna og verkefnisteyma með áherslu á listina að vinna með fólki í heilbrigðu starfsumhverfi.

Skipulagið

Námskeiðið verður kennt í staðarnámi í Opna háskólanum frá kl. 9:00 -15:00.

 

Hagnýtar upplýsingar

Nemendur fá létta morgunhressingu og hádegisverð.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verkefnastjóri

Íris Bjarnadóttir I irisbja@ru.is

Leiðbeinendur

Steinunn Kristin Hafsteinsdottir
Steinunn Kristin Hafsteinsdottir
Jógakennari
Agnes Hólm Gunnarsdóttir
Agnes Hólm Gunnarsdóttir
Formaður stjórnar vottunarmála