
Fundarstjórn
Helstu upplýsingar
Um námskeiðið
Hvað hefur þú setið marga fundi sem þér finnst ekki hafa þjónað tilgangi sínum? Almennt þurfum við að sitja marga fundi starfa okkar vegna. Þeir eru ólíkir og get haft ólíkan tilgang. Fundir geta þjónað þeim tilgangi að leiða fram ólík sjónarmið og skapa umræðu eða þeir snúast um formlega ákvarðanatöku. Hvort sem um er að ræða vinnufundi, umræðufundi eða ákvarðanatökufundi, skiptir máli hvernig þeir eru skipulagðir og hvernig þeim er stýrt.
Til þess að fundir beri árangur, og þar sé ekki farið um víðan völl, þurfa þeir að vera vel undirbúnir og formreglur þurfa að vera skýrar og gagnsæjar. Fundarstjóra ber að nýta fundaformið til að laða fram það besta í hverjum fundarmanni, en einnig að vera tilbúinn til að höggva á hnútinn, og leiða fram niðurstöðu samkvæmt réttum leikreglum.
Ávinningurinn af öflugri fundarstjórn og skipulagningu getur verið margvíslegur. Slíkt sparar tíma, bætir samskipti og getur leitt til þess að kalla fram ólík sjónarmið í umræðu sem síðan byggir undir betri ákvarðanir.
Fyrir hverja er námskeiðið
Námskeiðið er hugsað fyrir stjórnendur, leiðtoga, verkefnastjórnendur og millistjórnendur.
Skipulagið
Námskeiðið verður kennt í staðarnámi í Opna háskólanum frá kl. 9-12.
Hagnýtar upplýsingar
Nemendur fá létta morgunhressingu.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.
Verkefnastjóri
Björg Rún Óskardóttir
bjorgrun@ru.is
Leiðbeinendur
