
Í alvöru talað - hvað er góð þjónusta?
Helstu upplýsingar
Um námskeiðið
Í alvöru talað - hvað er góð þjónusta?
Á þessu námskeiði er lögð áhersla á mikilvægi jákvæðra samskipta og það hvernig starfsfólk getur byggt upp tengsl, skapað traust og ánægju meðal viðskiptavina með því að veita góða þjónustu. Áhersla er lögð á þá þætti sem gerir þjónustu góða og hvernig hægt er að veita ætíð slíka þjónustu.
Markmið námskeiðs:
- Auka hæfni þátttakenda í að þekkja og uppfylla þarfir viðskiptavina
- Að þátttakendur skilji mikilvægi þess að skapa jákvæða upplifun fyrir viðskiptavininn og hvernig hægt er að fara fram úr væntingum í samskiptum við viðskiptavini
- Að bjóða leiðir til að bæta þjónustuframboð og auka viðskiptavinahollustu út frá vörumerkjastefnu hvers fyrirtækis
- Að þátttakendur skilji mikilvægi þjónustumenningar
Fyrir hverja er námskeiðið
Námskeiðið hentar öllum þeim sem starfa í þjónustustörfum, hvort sem er í verslun, veitingastöðum, þjónustufyrirtækjum eða öðru starfsumhverfi þar sem mikið reynir á samskipti við viðskiptavini. Það er einnig mjög gagnlegt fyrir stjórnendur sem vilja bæta þjónustumenningu innan fyrirtækisins.
Hagnýtar upplýsingar
Nemendur fá létta morgunhressingu.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.
Verkefnastjóri
Björg Rún Óskardóttir
bjorgrun@ru.is
Leiðbeinendur
