
Magnavita námið
Helstu upplýsingar
Stutt lýsing
Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Um námskeiðið
Eins árs nám sem er fjárfesting í framtíðinni - samstarf við Magnavita
Námið er ætlað fólki á aldrinum 55 til 75 ára. Hjón fá 10% afslátt.
Í náminu setja nemendur sér stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið, til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf og fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum.
Námið er STYRKHÆFT hjá flestum stéttarfélögum.
Námið er samstarf við Magnavita
Þriðja æviskeiðið á að vera uppskerutími í lífinu, besta æviskeiðið þar sem lífsgæða er notið og tíminn nýttur eins vel og mögulegt er. Í náminu setja nemendur sér skýra stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf.
Námskeiðin eru ellefu, hvert og eitt þeirra er umbreytandi fyrir nemendur. Nálgunin í náminu er jákvæð, spennandi og uppbyggileg, hún er líka heildstæð og byggir á gagnreyndri þekkingu.
Lífsgæði snúast um marga þætti, yfir sumum þeirra höfum við vald og öðrum ekki. Áherslan í náminu verður á andlega og líkamlega hreysti, félagsleg tengsl, gleði og virkni.
- Í náminu eru ellefu námskeið og er hvert einn til þrír dagar
- Kennt verður í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík einn dag í viku, á miðvikudögum kl. 9:15 - 15:00
- Námið er einstaklingsmiðað en einnig er mikið um hópavinnu (engin próf)
- Námið byggir á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu
- Valdir sérfræðingar verða gestafyrirlesarar í náminu
- Nemendur setja sér stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið
- Engar formlegar menntunarkröfu eru gerðar fyrir þátttöku í náminu
Námskeiðin á haustönn 2026:
- Tilgangur lífsins
- Hagnýt heimspeki
- Að fjölga heilbrigðum æviárum
- Störf, nýsköpun og fjármál
- Hreyfing og líkamleg heilsa
Námskeiðin á vorönn 2027
- Samfélag og tengslanet
- Gervigreind fyrir 3ja æviskeiðið
- Áhugamál og húmor
- Menning, listir og sköpun
- Kortleggjum 3ja æviskeiðið
- Samantekt og kynning lokaverkefna
Hér er hægt að lesa nánari lýsingar á námskeiðunum á síðu Magnavita.
Hvers vegna ætti ég að fara í svona nám?
Til að...
- Fjárfesta í eigin framtíð og skipuleggja innihaldsríkt líf
- Læra leiðir til að fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum
- Auðga lífið með þekkingu, virkni, gleði og tækifærum
- Styrkja tengslanet og eignast nýja vini
- Efla hreysti og auka líkamlegan og andlegan styrk
- Þekkja niðurstöður rannsókna og kynnast áskorunum 3ja æviskeiðsins
- Fá heildar yfirsýn yfir fjármálin með fjármálalíkani Magnavita
- Njóta leiðsagnar fyrirmyndarkennara og gestafyrirlesara
- Setja stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið
- Nýta mögulegan námssjóð fyrir hefðbundin starsfslok en námið er styrkhæft hjá flestum starfsmenntasjóðum stéttarfélaga
- Verða félagi í Magnavita lærdómssamfélaginu til að stuðla að virkni eins lengi og lífið leyfir
- Menntun er máttur
Fyrir hverja er námskeiðið
Námið er ætlað fólki á aldrinum 55 til 75 ára.
Námið hentar vel fyrir hjón. Hjón fá auk þess 10% afslátt af námsgjaldinu.
Þetta nám getur nýst fyrirtækjum og stofnunum mjög vel til að styðja starfsfólk sem nálgast hefðbundin starfslok við að undirbúa þá stóru umbreytingu.
Skipulagið
Í Magnavita náminu eru 11 eins til þriggja daga námskeið.
Kennt verður einn dag í viku, á miðvikudögum kl. 9:15 – 15:00
Námið hefst 16. september 2026
Námið er tvær annir samtals 25 kennsludagar.
Inn í kennsluáætluninni eru,
- Haustfrí
- Jólafrí
- Vetrarfrí
- Páskafrí
Námið er staðarnám og best ef nemendur eru á staðnum. Við erum sveigjanleg og skólinn vel tæknilega undir það búinn ef nemandi þarf að taka þátt í gegnum fjarfundabúnað.
Námið er verkefnamiðað án prófa.
Hagnýtar upplýsingar
Gjalddagi fyrstu greiðslu er 3 vikum fyrir fyrsta kennsludag.
HR og Opni háskólinn býður upp á skiptingu á greiðslum eða greiðsludreifing sem og aðstoð við umsóknir um styrkveitingar frá starfsmenntasjóðum stéttarfélaga, þar sem við á.
Verkefnastjóri getur skipt greiðslu í tvennt, án kostnaðar, ef þess er óskað.
Ef valin er greiðsluseðill getur viðkomandi sjálfur skipt upp greiðslum með því að greiða inn á greiðsluseðilinn, þetta er hægt þangað til kemur að gjaldaga.
Þetta er gert í eftirfarnadi skrefum:
- Skráðu þig inn í heimabankann þinn.
- Farðu í „Greiðsluseðlar“ eða „Ógreiddir reikningar.“
Finndu greiðsluseðilinn sem tengist námskeiðinu hjá Opna háskólanum. - Opnaðu greiðsluseðilinn.
- Veldu „Hluta greiðsla“ eða svipaðan valkost.
Flestir heimabankar bjóða upp á möguleika á að greiða hluta af greiðsluseðli. - Settu inn þá upphæð sem þú vilt greiða.
Mundu að þú getur valið hversu mikið þú greiðir af seðlinum í einu, en greiðsluseðillinn verður áfram virkur þar til hann er að fullu greiddur eða skuldfærður á eindaga. - Greiðslan er staðfest.
Heimabankinn staðfestir greiðsluna og sýnir kvittun. Restin af greiðsluseðlinum stendur eftir ógreidd þar til þú greiðir hana eða hún fellur sjálfkrafa í gjalddaga.
Ef þið lendið í vandræðum getið þið sent póst innheimta háskólans í Reykjavik (innheimta@ru.is) eða verkefnastjóra.
Að öðru leyti eru hér greiðslumöguleikar HR:
Hjón fá 10% afslátt.
Innifalið í verði
Hádegismatur og kaffi og kaffiveitingar.
Magnavita námið er STYRKHÆFT.
Hikið ekki við að hafa samband við verkefnastjóra til að fá aðstoð og upplýsingar um slíka styrki.
Við aðstoðum fólk við að sækja um styrki hjá sínu stéttarfélagi.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.
Verkefnastjóri
Íris Bjarnadóttir I irisbja@ru.is
Leiðbeinendur









