Beint í efni
Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni

Mannauðsstjórnun og leiðtogafærni

Helstu upplýsingar

Leiðtoga- og stjórnendalínur
Snemmskráningarafsláttur
Stjórnunarfærni
Dagsetningar og dagskrá
13. jan. 2026
56 klst.
595.000 kr.
Staðnám

Stutt lýsing

Verðmæti fyrirtækja og stofnana velta ekki hvað síst á mannauðnum sem þar starfar hverju sinni. Sýnt hefur verið fram á að skilvirk og stefnumiðuð mannauðsstjórnun skilar sér í bættum rekstri og frammistöðu skipulagsheilda og meiri ánægju starfsmanna.

Um námskeiðið

Nú í boði er snemmskráning sem gildir til 31. október 2025. Skráðu þig núna og nýttu þér 10% afslátt með kóðanum SnemmV26

Það er allra hagur að starfsmönnum líði vel í vinnunni, að þeir viti að hverju þeir stefna og finnist þeir geta leitað til yfirmanna sinna með ýmis úrlausnarefni á vinnustaðnum. Mannauðsstjórnun tekur til þessara þátta en um leið svo miklu fleiri - eins og jafnréttis á vinnustað, liðsanda, leiðtogahæfni og lagaumhverfis. Þróun og efling mannauðs er mikilvægt verkefni í hvaða fyrirtæki sem er og að þessu námi loknu hafa þátttakendur hlotið þjálfun í notkun mismunandi aðferða til að ná því markmiði.

Meðal þess sem er kennt:

  • Leiðir til að auka sköpunargleði og bæta frammistöðu starfsmanna.
  • Lagalegar hliðar ráðninga og uppsagna.
  • Frammistöðustjórnun og frammistöðumælingar
  • Aðferðir til að auka jafnrétti á vinnustaðnum.
  • Aðferðir til að efla liðsheild og teymisvinnu
  • Markþjálfun
  • Sáttamiðlun

Fyrir hverja er námskeiðið

Námið er opið öllum en hentar sérstaklega vel fyrir þá sem hafa áhuga á að geta betur tekist á við verkefni sem tengjast mannauði. Ekki er krafist ákveðinnar reynslu eða sérstakrar menntunar.

Skipulagið

Um kennslu í námslínunni sjá sjö færir sérfræðingar; stjórnendaráðgjafar og mannauðsstjórar, lögmenn og framkvæmdastjórar. Námið byggist á fjölbreyttum kennsluaðferðum og hagnýtum verkefnum.

Skipulag námsins

Námið er 48 klst. Kennt er á þriðjudögum, í hverri viku kl. 9-15 frá janúar til mars 2026

Námið er einungis kennt einu sinni á ári.

Kennsluáætlun 2026

Próf og heimavinna 

Þátttakendur þreyta ekki próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna. Þeir geta þó þurft að lesa stutt raundæmi (e. case) eða sambærilegt fyrir upphaf einhverra lota. 

Hagnýtar upplýsingar

Þátttakendur fá staðfestingu á að hafa lokið námslínunni. Ekki fást einingar fyrir námslínuna. 

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskardóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Leiðbeinendur

Lilja Bjarnadóttir
Lilja Bjarnadóttir
Sáttamiðlari og lögfræðingur LL.M.
Arabella Samúelsdóttir
Arabella Samúelsdóttir
Mannauðsstjóri totality services
Sigríður  Indriðadóttir
Sigríður Indriðadóttir
Framkvæmdastjóri SAGA Competence
Guðrún Högnadóttir
Guðrún Högnadóttir
Framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. MHA
Lára Kristín  Skúladóttir
Lára Kristín Skúladóttir
Stjórnunarráðgjafi og markþjálfi
Dr. Auður Arna Arnardóttir
Dr. Auður Arna Arnardóttir
Prófessor við viðskiptafræðideild HÍ. Phd
Einar Örn Davíðsson
Einar Örn Davíðsson
Hdl. og sjálfstætt starfandi lögmaður