Beint í efni
Stjórnendamarkþjálfun – Stig 1 - Executive coaching – Core Essentials Intensive  - Level 1

Stjórnendamarkþjálfun – Stig 1 - Executive coaching – Core Essentials Intensive - Level 1

Helstu upplýsingar

Leiðtoga- og stjórnendalínur
Leiðtogafærni
Markþjálfun
Stjórnunarfærni
Dagsetningar og dagskrá
30. sept. 2025
Tvær annir - 78 klst - auk kennslu og þjálfunar á netinu.
844.600 kr.
Blandað: Fjar- og staðnám

Um námskeiðið

Kennarar á námskeiðinu hafa allir hlotið MCC (Master Certified Coach) vottun, sem er efsta vottunarstig ICF. Þeir búa yfir ómetanlegri reynslu af bæði stjórnunarstörfum og þjálfun stjórnenda víðsvegar um heim og hafa alla tíð hlotið fullt hús stiga í kennslumati. 

Stjórnendamarkþjálfun er námskeið sem skilar stjórnendum hæfni í samskiptum og virkri hlustun til að standa í fremstu röð í nútíma starfsumhverfi. Ný kynslóð hefur breytta sýn á vinnumarkaðinn og starfsfólk gerir auknar kröfur um hvatningu og stuðning frá stjórnendum við að ná markmiðum sínum og mæta þeim áskorunum og vandamálum sem þau standa frammi fyrir. Námskeiðið hentar einnig þeim sem sjá um stjórnendaþjálfun svo og þá sem vilja hafa markþjálfun að aðalstarfi. Kennsluformið er líflegt og fjölbreytt og námið, umgjörðin og leiðbeinendurnir hafa hlotið fullt hús stiga í kennslumati frá upphafi. 
Information in english

Mér finnst þessi þekking sem ég fékk í náminu algjörlega frábær inn í mitt starf sem stjórnandi. Námið er mjög persónulegt en er líka rosalega faglegt og á viðskiptalegum grunni sem nýtist í fyrirtækjunum.  
Guðmundur Ólafsson 
Þjálfari og forstöðumaður fyrirtækja, viðskipta og sölu hjá Nova 

Námið hefur nýst mér einstaklega vel í mínum störfum. Námið hefur gefið mér verkfæri sem ég hef notað til að hjálpa mínu fólki að eflast í sínum störfum og ná hámarks árangri í þeirra verkefnum.  
Unnur Valborg Hilmarsdóttir 
Sveitastjóri í Húnaþingi vestra 

 

Um stjórnenda markþjálfun 

Kennd er sérstök spurningatækni og þjálfun í samskiptum sem er undirstaða markþjálfunar og getur sú tækni nýst jafnt innan fyrirtækja og í daglegu lífi. 

Stjórnendamarkþjálfun við Opna háskólann, eða Executive Coaching er aþjóðlegt nám sem kennt er í samvinnu við Coach U í Bandaríkjunum. Stofnunin var sett á fót árið 1992 og er leiðandi á heimsvísu í kennslu í markþjálfun. 

Námið er grunnnám í markþjálfun hjá Coach U - Level 1 prógram sem er vottað af ICF (International Coaching Federation).

Meðal þess sem kennt er:

  • Þekkja og hafa (ICF) siðareglur (Code of Ethics)  og faglegt viðmið að leiðarljósi í markþjálfunarsamtölum
  • Þekkja alla 8 hæfnisþætti ICF markþjálfunar
  • Að skapa og viðhalda opnu og traustu sambandi við markþega
  • Að koma á munnlegum eða skriflegum markþjálfunar samningi
  • Að skapa trausta nærveru fyrir markþjálfunarsamtal
  • Mismunandi markþjálfunar aðferðir
  • Að vinna með og nota verkfæri (model) gefin út af Coach U
  • Að vinna með þrjú stig hlustunar
  • Notkun á öflugri spurningatækni
  • Að styðja markþega við hönnun á aðgerðarplani til að ná markmiðum sínum
  • Að finna eigin styrkleika sem markþjálfi með sjálfskoðun
  • Mismuninn á markþjálfun og öðrum sérfræðihlutverkum 

Að námi loknu hafa nemendur:

  • Fengið leiðsögn við markþjálfun frá vottuðum MCC markþjálfum/leiðbeinendum
  • Veitt og fengið markþjálfun frá samnemendum
  • Tekið þátt í fjarþjálfun (16 klst) með alþjóðlegum nemendum frá Coach U
  • Lokið 4 klst einstaklings "Mentor" markþjálfun ásamt frammistöðumati
  • Lokið rafrænum prófum á vegum Coach U
  • Lokið að lágmarki 20 markþjálfunartímum með þremur mismunandi markþegum
  • Lokið Core Essentials Intensive - Level 1 og hlotið viðurkenningu frá Coach U.
  • Fengið frammistöðumat á markþjálfunarsamtali fyrir ACC vottun (Stig 1)
  • NÝTT: Fengið að nýta sérstakt þjálfunartæki sem er hannað fyrir markþjálfa. Tækið byggir á gervigreind og fá nemendur aðgang að 10 klukkustunda þjálfun í gegnum Coach U. 

Útskrifaðir nemendur geta í framhaldinu sótt um ACC-réttindi (Associate Certified Coach) hjá ICF sem veitir þeim alþjóðlega viðurkenningu sem markþjálfar. ACC vottun er fyrsta vottunarstig ICF. ACC vottun er ekki innifalin í náminu.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námið hentar þeim sem vilja verða betri stjórnendur, þeim sem vilja þjálfa aðra til að vera stjórnendur eða vilja hafa markþjálfun að aðalstarfi.

Skipulagið

Nám í stjórnendamarkþjálfun hefst í september ár hvert og lýkur með útskrift í maí árið eftir. 

Námið samanstendur af:

  • Tveimur 4ra daga staðarlotum/vinnustofum í Opna háskólanum í HR. Dagsetningar þeirra eru ákveðnar frá ári til árs.
  • 10 x rafræn próf á vegum CoachU.
  • Tvisvar x 8 klst (samtals 16 klst) fjarþjálfun á vegum CoachU.
  • 3 klst mentor markþjálfun og frammistöðumat á vegum CoachU.
  • NÝTT: Innifalið í náminu er aðgangur að sérstöku þjálfunartæki sem hannað er fyrir markþjálfa. Tækið byggir á gervigreind og fá nemendur aðgang að 10 klst þjálfun í gegnum Coach U.

Athugið að: 

  • skyldmæting er í staðarloturnar
  • Kennslan fer fram á ensku

Aðgangur að efni Coach U 

Nemendur geta nýtt sér sérhönnuð eyðublöð, matskýrslur, greinar, markaðsefni og önnur gögn frá Coach U um leið og þeir hefja námið. Nemendur hafa þar að auki aðgang að öllu námsefni í gegnum kennsluvef Coach U í 6 mánuði að lokinni seinni staðarlotu.  

Með hæstu einkunn 

Kennsluformið er líflegt og fjölbreytt og námið, umgjörðin og leiðbeinendurnir hafa hlotið fullt hús stiga (5/5) í kennslumati frá því að það var fyrst kennt árið 2010. 

Kennsluáætlun 2025-2026

Birt með fyrirvara um breytingar.

Námið hefur verið kennt við Opna háskólann síðan 2010.

 
 

Hagnýtar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Þeir sem hafa lokið háskólaprófi njóta forgangs í námið. Aðrar prófgráður koma til greina og eru skoðaðar sérstaklega auk annarra þátta svo sem staðfestingu á stjórnendareynslu, reynslu af atvinnumarkaði, umsagna og greinagerðar frá umsækjanda sjálfum.

Rafræn umsókn og fylgigögn

Til að sækja um nám í Stjórnendamarkþjálfun Stig 1 er smellt á skráningarhnappin hér fyrir ofan og fyllt út rafræn umsókn á skráningarvef Opna háskólans í HR.
Með umsókninni þurfa að fylgja:

  • afrit af prófskírteini síðustu prófgráðu
  • ferilskrá.

Þessi gögn þarf að senda verkefnastjóra með tölvupósti: lindav@ru.is

Hagnýtar upplýsingar 

  • Nemendur fá veitingar í staðarlotum.
  • Innifalið í verði námsbrautarinnar eru tvær vandaðar kennslubækur (rafbækur) um markþjálfun fyrir atvinnulíf.
  • Kennsluáætlun veturinn 2025-2026*

*Athugið að kennsluáætlun er birt með fyrirvara um breytingar. 

Þegar nemendur hafa verið samþykktir inn í námið er sendur reikningur til viðkomandi. Hægt er að greiða inn á greiðsluseðla, gera raðgreiðslusamning og þannig skipta niður greiðslunum eða greiða með Netgíró eða Pei.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Verkefnastjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Leiðbeinendur

Melinda Horton
Melinda Horton
Executive Coach – Strategic & Transformational Change – PCC, EMBA, GAICD
Jennifer Gibbons Anderson
Jennifer Gibbons Anderson
Executive Coach and Career Strategist - MCC, PMC, DTM
Cheryl Smith
Cheryl Smith
Program Advisor and Mentor - MCC Executive Coach, MA in Leadership and Training