Beint í efni
Nýir stjórnendur

Nýir stjórnendur

Helstu upplýsingar

Leiðtoga- og stjórnendalínur
Stjórnunarfærni
Dagsetningar og dagskrá
21. okt. 2025
15 klst.
203.000 kr.
Staðnám

Um námskeiðið

Námskeiðið er sérsniðið nám fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur og miðar að því að styðja við aukna þekkingu og sjálfstraust þátttakenda í stjórnendahlutverkinu. 

Aukinni ábyrgð fylgja spennandi áskoranir sem krefjast þess að stjórnendur séu vel að sér í fjölmörgum þáttum sem lúta að rekstri starfseminnar, bæði á sviði almennrar stjórnunar, mannauðsstjórnunar og fjármála auk leiðtogafærni. 

Námið leggur grunninn að aukinni þekkingu og færni nýrra stjórnenda, eykur sjálfsþekkingu þeirra og styrkir sýn á leiðtogahlutverkið. 

Á meðal þess sem kennt er á námskeiðinu:

  • Leiðtogahlutverkið, styrkleikanálgun og þróun sterkrar liðsheildar
  • Grunnatriði mannauðsstjórnunar, ráðninga, hvatning, frammistöðustjórnun og starfslok
  • Fjárhagsáætlanir, stefnumótun og markmiðasetning
  • Rekstrarstjórnun

Að námskeiði loknu er stefnt að því að þátttakendur muni:

  • Þekkja eigin styrkleika og hvernig þeir birtast og nýtast best í leiðtogahlutverkinu
  • Kunna aðferðir sem styrkja liðsheildir og samstarf innan teyma
  • Þekkja og geta notað helstu verkfæri í mannauðsstjórnun
  • Skilji uppbyggingu ársreikninga og hvaða upplýsingar þar er að finna og hvernig nýta megi þær til að bæta áætlanagerð.
  • Geta sett markmið í rekstri og áætlanir sem styðja við þau markmið
  • Geti metið arðsemi ólíkra verkefna, tengt saman skilvirkan rekstur og aukin verðmæti
  • Hafi öðlast öryggi í stjórnendahlutverkinu

Kennsla

Kennarar eru öll þrjú reyndir stjórnendur og sérfræðingar á ýmsum sviðum stjórnunar; fjármálum, mannauðsmálum, stjórnenda- og teymisþjálfun og stjórnendaráðgjöf.

Raunhæf verkefni

Lögð er áhersla á raunhæf verkefni til þess að tengja námsefnið sem best við þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir í daglegum störfum. Þátttakendur taka styrkleikapróf áður en námskeiðið hefst og vinna með niðurstöður þess.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námið er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur. 

Skipulagið

Námslínan sem er 15 klst. samanstendur af fjórum lotum. 

Fyrstu þrjár loturnar eru 3 klukkustundir hver að lengd og kenndar frá kl 9-12, og síðasta lotan er 6 klukkustundir og kennd frá kl 9-15. 

  • Lota 1: Stjórnun og forysta - Leiðtoganám
  • Lota 2: Mannauðsstjórnun
  • Lota 3: Fjármál og rekstur
  • Lota 4: Raunhæf verkefni - vinnustofa

Raunhæf verkefni eru lög fyrir í upphafi námskeið og fyrir lotur. 

Morgunhressing er í boði alla daga og í síðustu lotunni er einnig boðið upp á hádegismat.

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um
að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið

Verkefnastjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Leiðbeinendur

Helga  Jóhanna Oddsdóttir
Helga Jóhanna Oddsdóttir
Framkvæmdastjóri Opus Futura
Baldur Gísli Jónsson
Baldur Gísli Jónsson
Mannauðsráðgjafi hjá Intellecta
Haukur Skúlason
Haukur Skúlason
Annar stofnanda Indó sparisjóðs