Beint í efni
Skjalaóreiða

Skjalaóreiða

Helstu upplýsingar

Upplýsingatækni
Dagsetningar og dagskrá
7. nóv. 2025
3 klst.
26.000 kr.
Staðnám

Um námskeiðið

Einn stærsti hluti af Microsoft 365 eru geymslusvæðin í skýinu. Með því að geyma gögn í M365 skýinu er hægt að nálgast þau frá mörgum tækjum. Einnig er einfalt að deila gögnum beint úr Skýinu og stýra aðgengi að viðhengjum sem eykur öryggi gagna.

Sjálfgefið skjalasvæði í teymum í Teams er á SharePoint sem er skýjaþjónusta sem hjálpar stórum og smáum fyrirtækjum að deila og stjórna gögnum. SharePoint býður upp á ríkulegt samstarfsumhverfi þar sem fólk innan og utan fyrirtækisins getur unnið saman með öruggu aðgengi að gögnum.

Einkasvæði fyrir gögn í M365 umhverfinu er OneDrive.

Á þessu námskeiði skoðum við:

  • OneDrive for Business vs Teams / SharePoint
    • hvað á að geyma hvar?
  • Skjöl samþætt á C-drifi
  • Útgáfusögu skjala
  • Vistun skjala í skýjaumhverfið
  • Ýmsar sýnir á skjöl og skjalasöfn
  • Hvernig skjölum deilt úr SharePoint / OneDrive og hver er munurinn
  • Hvernig unnið með skjöl í teymisvinnu í rauntíma
  • Tengingu við Outlook
  • Almennar stillingar

Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að:

  • Hafa góða yfirsýn og skilning á hvar og hvernig skjöl eru geymd og minnka þannig líkur á skjalaóreiðu
  • Geta unnið með skjöl í skýinu og deilt skjölum á öruggan hátt
  • Hafa góðan skilning á tengingu við Outlook
  • Vera sjálfstæðir til að nýta sér alla helstu þætti M365  gagnageymslunnar
  • Geta leyst allar daglegar þarfir við skjalavinnslu
  • Geta fundið nýjar leiðir til að leysa núverandi og nýjar áskoranir

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja geta nýtt sér örugga og skilvirka gagnageymslu og unnið í skjölum á nútímalegan og öruggan hátt.

Skipulagið

Námskeiðið er kennt í staðarnámi í Opna háskólanum:

  • Föstudaginn 7.nóvember kl. 9-12

Vinsamlega athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.

Hagnýtar upplýsingar

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskarsdóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Leiðbeinendur

Rúna Guðrún Loftsdóttir
Rúna Guðrún Loftsdóttir
Forstöðumaður framlínuþjónustu OK