Beint í efni
Gervigreind fyrir venjulegt fólk

Gervigreind fyrir venjulegt fólk

Helstu upplýsingar

Upplýsingatækni
Dagsetningar og dagskrá
26. sept. 2025
3 klst.
27.000 kr.
Staðnám

Um námskeiðið

Vilt þú læra að skrifa skipanir fyrir ChatGPT? Finnst þér þú stundum þurfa hjálp við að móta hugmyndir og leysa sköpunargáfuna úr læðingi? Viltu hætta að eyða tíma í verkefni sem þú gætir látið tölvuna sjá um?

Á þessu þriggja tíma námskeiði lærir þú að skrifa áhrifaríkar skipanir fyrir ChatGPT og spara dýrmætan tíma. Kenndar verða aðferðir við að móta skipanir á þann hátt að ChatGPT skili nákvæmlega því sem þú vilt að það skili, það sem kallast á ensku prompt engineering.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námskeiðið er ætlað hinum almenna notanda og er grunnnámskeið þar sem aðal áherslan er á að móta skipanir fyrir ChatGPT.

Skipulagið

Námskeiðið verður kennt í staðarnámi í Opna háskólanum frá kl. 9-12.

Hagnýtar upplýsingar

„Mikilvægt er að nemendur hafi keypt sér aðgang að ChatGPT-4o áður en námskeiðið hefst. Þú getur farið á www.chatgpt.com til að kaupa forritið. Athugaðu að þegar þú leitar að ChatGPT á Google koma oft fram tenglar sem eru ekki á vegum OpenAI, heldur frá öðrum aðilum. Vertu viss um að nota opinberu vefsíðuna.“

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskardóttir

bjorgrun@ru.is

599 6300

Leiðbeinendur

Grímur Sæmundsson
Grímur Sæmundsson
BI Ráðgjafi