Beint í efni
Vinnsla og greining gagna (e. Data Analysis)

Vinnsla og greining gagna (e. Data Analysis)

Helstu upplýsingar

Leiðtoga- og stjórnendalínur
Stjórnunarfærni
Upplýsingatækni
Dagsetningar og dagskrá
23. sept. 2025
48 klst.
340.000 kr.
Staðnám

Um námskeiðið

Á tímum víðtækrar gagnaframleiðslu og gervigreindar veitir þekking á gögnum og nýtingu þeirra samkeppnisforskot.

Góður árangur í rekstri byggir í auknum mæli á greiningu gagna til stuðnings ákvörðunartöku. Með þessu yfirgripsmikla námi öðlast þátttakendur þekkingu í að nálgast gögn og vinna með þau, undirstöðuatriði forritunar og verkefnastjórnun, þeir fá þjálfun í greiningu með mismunandi verkfærum og læra aðferðir við að setja gögnin fram á skýran og aðgengilegan hátt.

Meðal þess sem kennt er:

  • Notkun á SQL gagnagrunnum og greining gagna með SQL
  • Gerð spálíkana og greining félagslegra neta (e. social network analysis) með sjálfvirkri tölvugreiningu.
  • Möguleikar Power BI frá Microsoft
  • Helstu þættir vöruhúsa gagna
  • Hvernig á að velja viðskiptagreindarkerfi
  • OLAP/BI tengingar og mælaborð í Excel
  • Gagnalæsi: gröf, framsetning og grunnatriði tölfræði

Um verðmæti gagna

Í allri starfsemi verða til gögn sem hægt er að nýta. Gögnin geta hjálpað starfsfólki að sjá ný tækifæri, taka betri ákvarðanir og þróa nýja vöru og þjónustu eða bæta það sem framleitt er nú þegar. Kunnátta á helstu aðferðum við að greina gögnin, lesa úr þeim og setja þau fram, er því nauðsynleg í atvinnulífinu í dag og verður enn mikilvægari á komandi árum.

Fyrir hverja er námskeiðið

Námið hentar sérfræðingum og stjórnendum sem hafa unnið með gögn í störfum sínum og vilja þjálfa sig og bæta kunnáttuna. 

Skipulagið

Um kennslu í námslínunni sjá þrír sérfræðingar sem hafa umfangsmikla þekkingu á forritun, upplýsingastjórnun, viðskiptagreind, tölfræði og líkanagerð. Kennt verður í staðarnámi.

Nemendur þurfa ekki að þreyta próf og þeim er ekki sett fyrir heimavinna. Þau verkefni sem eru sett fyrir eru valkvæð.

Námslínan er 48 klukkustundir. Kennsla hefst í september og lýkur í nóvember. Kennt er á þriðjudögum frá kl. 9:00 til 15:00.

(birt með fyrirvara um breytingar)

Nemendur fá einnig aðgang að tveimur stafrænum námskeiðum til að dýpka skilning sinn á námsefninu.

Hagnýtar upplýsingar

Nemendur fá létta morgunhressingu og hádegismat þá daga sem kennt er.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk frá stéttarfélagi til að sækja nám eða námskeið?
Kannaðu málið.

Verkefnastjóri

Björg Rún Óskardóttir

bjorgrun@ru.is

Leiðbeinendur

Pálmi  Símonarson
Pálmi Símonarson
Sérfræðingur í viðskiptagreind
Dr. Yngvi Björnsson
Dr. Yngvi Björnsson
Prófessor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) og meðstjórnandi Gervigreindarseturs HR
Grímur Sæmundsson
Grímur Sæmundsson
BI Ráðgjafi